Þór/KA spilaði sinn annan leik í undankeppni Meistaradeildar kvenna á föstudaginn. Liðið vann fyrsta leikinn á þriðjudaginn gegn Linfield 2-0.Á föstudag mætti liðið Wexford Youths og vann sannfærandi 3-0 sigur.
Sanda María Jessen kom Þór/KA yfir strax á 5. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar bætti Hulda Björg Hannesdóttir öðru markinu við. Á 18. mínútu lagði svo Sanda Mayor upp mark sem Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði. Lokastaðan 3-0 fyrir Þór/KA
Hér má sjá öll mörk og helstu atvik leiksins:
Bæði Þór/KA og Ajax hafa unnið báða sína leiki og því um algjöran úrslitaleik að ræða þegar liðin mætast í síðustu umferð riðilsins á mánudaginn um hvort liðið vinnur riðilinn og fer áfram í Meistaradeildina.
Staðan í riðlinum:
UMMÆLI