Simmi Vill ekki heillaður af Gelgjufæðinu

Simmi Vill ekki heillaður af Gelgjufæðinu

Athafnamaðurinn og matgæðingurinn Sigmar Vilhjálmsson er staddur á Akureyri um þessar mundir líkt og margir aðrir. Sigmar hefur heimsótt matsölustaði í bænum undanfarna daga og sagt frá á Instagram.

Hann gæddi sér meðal annars á hinum klassíska rétt, Gelgjufæði, eins og fólk gerir þegar það heimsækir Akureyri. Hann var þó ekkert sérstaklega hrifinn.

„Mér þykir mjög vænt um Akureyri, ég er 1/4 héðan og mér finnst alltaf gott að koma. En þetta stöff hérna, nei,“ sagði Sigmar eftir smökkunina.

Hann er þó almennt hrifinn af þeim mat sem Akureyri hefur upp á að bjóða en hann hefur meðal annars heimsótt DJ Grill og Bryggjuna og gefið þeim stöðum toppeinkunn.

Sjáðu Simma smakka Gelgjufæði:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó