Silja Jóhannesdóttir er Íslandsmeistari í götuhjólreiðumMynd: Freydís Heba Konráðsdóttir

Silja Jóhannesdóttir er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum

Silja Jóhannesdóttir úr Hjólreiðafélagi Akureyrar er Íslandsmeistari í götuhjólreiðum árið 2021. Hafdís Sigurðardóttir, einnig úr Hjólreiðafélagi Akureyrar hafnaði í öðru sæti.

Íslandsmeistaramótið í götuhjólreiðum hófst í morgun við Þingvelli, en það var Tindur sem hélt mótið. Hjólað var 117 kílómetra leið.

Lokaspretturinn var æsispennandi og Silja og Hafdís voru þar fremstar í flokki. Hjólreiðarfélag Akureyrar birti myndband af lokasprettinum á Facebook síðu sinni í dag sem má finna hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó