NTC

Sigurganga Ynja heldur áfram – Strákarnir steinlágu

ice-hockey

Hart barist í hokkýinu

Akureyrarliðin áttu misjöfnu gengi að fagna í íshokkíinu um helgina en bæði karla og kvennalið Skautafélags Akureyrar stóðu í ströngu.

Ynjur, yngra kvennalið SA, fékk Bjarnarkonur í heimsókn í Skautahöll Akureyrar og er skemmst frá því að segja að heimakonur unnu öruggan sex marka sigur, 7-1.

Leikurinn fór rólega af stað en Silvía Björgvinsdóttir kom Ynjum yfir eftir ellefu mínútna leik og var það eina mark fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta fóru hlutirnir svo að gerast því staðan var orðin 5-0 að honum loknum.

Kolbrún Garðarsdóttir bætti svo tveim mörkum við í þriðja og síðasta leikhlutanum og kom Ynjum í 7-0 áður en Thelma Matthíasdóttir klóraði í bakkann fyrir gestina.

Ynjur eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar enda hafa þær unnið alla sína leiki til þessa.

Markaskorarar Ynja: Kolbrún Garðarsdóttir 3, Silvía Björgvinsdóttir 2, Sunna Björgvinsdóttir 1, Ragnhildur Kjartansdóttir 1.

Birta Þorbjörnsdóttir varði 9 skot í marki Ynja.

Markaskorari Bjarnarins: Thelma Matthíasdóttir 1.

Guðlaug Þorsteinsdóttir varði 47 skot í marki Bjarnarins.


Á sama tíma heimsótti karlalið Skautafélags Akureyrar topplið Hertz deildar karla, Esju, í Skautahöllina í Laugardal.

Hart var barist framan af en Björn Sigurðarson kom heimamönnum yfir seint í fyrsta leikhluta. Björn var alls ekki hættur og hann bætti við tveim mörkum í öðrum leikhluta.

Hann skoraði svo sitt fjórða mark snemma í þriðja leikhluta áður en að Ólafur Björnsson kom Esju í 5-0. Björn fullkomnaði svo frábæran leik sinn með því að skora síðasta mark leiksins. Lokatölur 6-0 fyrir Esju.

Markaskorarar Esju: Björn Sigurðarson 5, Ólafur Björnsson 1.

Daníel Jóhannsson varði 34 skot í marki Esju en Jussi Suvanto varði 35 skot í marki SA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó