Kvennalið Þórs í körfubolta hélt áfram sigurgöngu sinni þegar topplið Hauka kom í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í gær. Þór vann leikinn 86-80 og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Haukum í fyrsta sætinu.
Liðin mættust síðastliðinn laugardag í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins þar sem okkar Þór vann einnig frábæran sigur. Þórsliðið er enn taplaust á heimavelli í vetur og hefur nú unnið 9 leiki í röð í deildinni.
Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Aþenu þann 28.janúar næstkomandi.