Ekkert fær stöðvað Ásynjur, eldra lið Skautafélags Akureyrar, í Hertz-deild kvenna í íshokkí um þessar mundir en liðið heimsótti Bjarnarkonur í Egilshöll um helgina.
Skemmst er frá því að segja að Ásynjur unnu öruggan 0-6 sigur en þær skoruðu tvö mörk gegn engu í öllum þrem leikhlutunum.
Ásynjur tróna á toppi deildarinnar eftir frábært gengi að undanförnu en á þessu ári hefur liðið unnið fjóra leiki og markatalan úr þeim leikjum er 37-2.
Markaskorarar Ásynja: Birna Baldursdóttir 3, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir 1, Alda Arnarsdóttir 1, Anna Sonja Ágústsdóttir 1.
UMMÆLI