Sigurður Kristinsson, sem hefur verið fastur á sjúkrahúsi á Spáni frá því í ágúst, kom heim til Íslands í vikunni og dvelur nú á sjúkrahúsinu á Akureyri. Björg Unnur Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar, segir í samtali við mbl.is að þar fái hann mjög góða aðhlynningu.
„Þau á sjúkrahúsinu eru búin að fylgjast vel með og voru alveg undirbúin fyrir þetta allt saman og þegar hann kemur þarf hann ekki að fara í gegnum bráðadeildina eins og flestir, heldur fer hann beint inn á lyflækningadeild og er síðan sendur í öll þau próf og þær rannsóknir sem þarf, þannig að hann fær mjög góða aðhlynningu,“ segir Björg í samtali við mbl.is.
Fljótlega mun hefjast vinna með talmeinafræðingi, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfara, auk þess sem Sigurður fær sálræna aðstoð.
UMMÆLI