NTC

Sigurður Guðmundsson kallar tillögu Loga Einars ,,viðbjóðslega pólitík“

Sigurður Guðmundsson gagnrýnir Samfylkinguna harkalega.

Alþingismaðurinn Logi Már Einarsson, sagði í tilkynningu á facebook síðu sinni í gær að Samfylkingin myndi leggja fram frumvarp í dag um að veita stúlkunum Haniye og Mary, ásamt fjölskyldum þeirra, íslenskan ríkisborgararétt en mikið hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum síðastliðna viku. Þá segir hann einnig að Samfylkingin sé búin að óska eftir meðflutningi allra þingmanna og nokkrir þeirra hafi þegar svarað játandi.

Sigurður Guðmundsson, fyrrum bæjarfulltrúi, deilir fréttinni á facebook síðu sinni þar sem hann fer ekki fögrum orðum um Samfylkinguna.
Þar segir:
,,Ferlega fer Samfylkingin í taugarnar á mér. Fyrirsagnapólitík í sinni verstu mynd. Við erum góð en þau sem eru ekki sammála okkur eru vond. Viðbjóðsleg pólitík. Sorp.“

 

VG

UMMÆLI

Sambíó