Sigurður fann lausn fyrir þá sem geta ekki hætt að snerta á sér andlitið

Sigurður fann lausn fyrir þá sem geta ekki hætt að snerta á sér andlitið

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs á Akureyri, hefur fundið lausnina gegn kórónaveirunni. Sigurður kynnti til leiks, Kórónabeltið í frábæru myndbandi á Facebook-síðu sinni í gær.

Sigurður segir að þar sem að veiran smitist ekki í gegnum húð þá þurfi að finna leið til þess að koma í veg fyrir það að hún fari frá sýktri húð í andlit. Kórónabeltið sé tilvalið til þess.

Þrátt fyrir að það sé ekki hægt að snerta nef, eyru eða munn þegar maður gengur með Kórónabeltið sé hægt að gera allt annað, eins og að dansa, spila á píanó og tala í síma.

Sjáðu myndbandið

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó