Hvatningarverðlaun skógræktar voru veitt í fyrsta skipti í gær á fagráðstefnu skógræktar í Hofi á alþjóðlegum degi skóga.
Pistlahöfundurinn knái og stjórnarmaður Skógræktfélags Eyfirðinga, Sigurður Arnarson, hlaut hvatningarverðlaunin fyrir sín fróðlegu og skemmtilegu skrif um skóg- og trjárækt á vef félagsins.
„Við óskum Sigga innilega til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu,“ segir í tilkynningu Skógræktarfélags Eyfirðinga.
UMMÆLI