NTC

Sigtryggur og félagar í 16 liða úrslit

Óstöðvandi

Akureyringurinn Sigtryggur Daði Rúnarsson hefur leikið vel með íslenska U21 á HM sem fer fram í Alsír um þessar mundir. 

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Túnis í 16 liða úrslitum heimsmeistaramótsins sem fram fer í Alsír. Túnis hafnaði í þriðja sæti C-riðils og Ísland í öðru sæti D-riðils.

Íslenska liðið vann vann fjóra af fimm leikjum sínum í riðlakeppninni en liðið sigraði, Argentínu, Marokkó, Alsír og Sádi-Arabíu en tapaði gegn Króatíu í gær.

Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari en leikur með AUE í þýskalandi, hefur leikið vel eins og hans er von og vísa.

16-liða úrslitin fara fram á miðvikudaginn og takist Íslenska liðinu að vinna leikinn gegn Túnis mætir það Þjóðverjum, Svíum eða Norðmönnum í átta liða úrslitum.

VG

UMMÆLI

Sambíó