Sigtryggur Daði Rúnarsson átti góðan leik þegar U-21 árs landslið Íslands í handbolta vann öruggan sigur á Litháen í undankeppni HM í dag.
Sjá einnig: Sigtryggur Daði með U-21 til Serbíu
Sigtryggur Daði var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sjö mörk en lokatölur urðu 32-25 fyrir Íslandi. Undankeppnin klárast um helgina en á morgun mæta strákarnir Grikkjum og undankeppninni lýkur með leik gegn heimamönnum í Serbíu á sunnudag.
Mörk Íslands: Óðinn Þór Ríkharðsson 11, Sigtryggur Daði Rúnarsson 7, Kristján Örn Kristjánsson 4, Elvar Örn Jónsson 3, Gísli Kristjánsson 2, Sturla Magnússon 2, Hergeir Grímsson 2, Aron Dagur Pálsson 1.
Sjá einnig
UMMÆLI