Sigtryggur Daði Rúnarsson er tvítugur handknattleiksmaður sem leikur með Aue í þýsku B-deildinni. Sigtryggur ólst upp í yngri flokkum Þórs á Akureyri en fluttist ungur til Þýskalands.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigtryggur Daði náð sér í þónokkra reynslu í þýska boltanum en í fyrra lék hann 20 leiki fyrir Aue og skoraði í þeim 71 mark. Sigtryggur er einnig hluti af gríðarlega sterkum árgangi sem hefur náð góðum árangri undir merkjum Íslands og er hann fastamaður í unglingalandsliðinu.
Sigtryggur Daði á ekki langt að sækja handboltahæfileikana en faðir hans Rúnar Sigtryggsson varð á sínum tíma Evrópumeistari með Ciudad Real og átti farsælan feril með íslenska landsliðinu.
Nærmynd af Sigtryggi Daða Rúnarssyni
Kaffið.is fékk Sigtrygg til að svara nokkrum spurningum. Afraksturinn af því má sjá hér að neðan:
Sætasti sigur á ferlinum: Allir sigrar á KA í yngri flokkum. Síðan sigur í leik um 3. sætið á HM U19 ára
Mestu vonbrigðin: Að tapa í undanúrslitum á sama móti
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KA
Besti leikmaður sem þú hefur mætt? Iker Romero, Dalibor Doder
Uppáhalds erlenda íþróttalið (Allar íþróttir): Chicago Bulls
Uppáhalds íþróttamaður allra tíma: Michael Jordan
Fyrirmynd í æsku: Pabbi minn og Guðjón Valur Sigurðsson
Uppáhalds staður í öllum heiminum: Áshlíð 4
Mest pirrandi andstæðingur: Kemur enginn upp í hugann
Ertu hjátrúarfullur: Mjög lítið. Reyni að hlusta alltaf á sömu tónlist fyrir leiki
Ef þú mættir vera atvinnumaður í annarri íþrótt, hver væri það? Körfubolti eða Golf
Settu saman lið samansett af bestu leikmönnum sem þú hefur spilað með:
Markmaður: Sveinbjörn Pétursson/ Arnar Þór Fylkisson
Vinstra horn: Marvin Sommer
Vinstri skytta: Egill Magnússon
Miðja: Aron Dagur Pálsson
Hægri skytta: Ómar Ingi/ Árni Þór Sigtryggsson
Hægra horn: Óðinn Þór Ríkharðsson
Lína: Hörður Fannar Sigþórsson
Varnarskipting: Bjarki Már Gunnarsson
UMMÆLI