Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir hlaupakona úr UFA stórbætti tímann sinn í maraþoni þegar hún hljóp á 2:53:19 í Berlínarmaraþoni um síðustu helgi. Tími Sigþóru er fimmti besti tími íslenskrar konu í maraþoni frá upphafi.
„Sigþóra útfærði hlaupið vel, hljóp fyrri hluta þess á mjög jöfnum hraða en jók hraðann svo í seinni hlutanum og tók góðan endasprett. Berlíarmaraþon er eitt fjölmennasta maraþon veraldar og keppendur í dag voru um 35.000. Sigþóra var 42. kona í mark og fimmtánda í sínum aldursflokki. Sigþóra hefur átt mjög gott keppnistímabil í sumar. Hún hefur bætt árangur sinn í jafnt styttri og lengri vegalengdum og landað nokkrum Íslandsmeistaratitlum,“ segir í umfjöllun á vef UFA.
UMMÆLI