Sigþóra Brynja varð ÍslandsmeistariSigþóra Brynja Kristjánsdóttir. Mynd: fri.is

Sigþóra Brynja varð Íslandsmeistari

Sigþóra Brynja Kristjáns­dótt­ir úr UFA varð í dag Íslands­meist­ari í 10.000 metra hlaupi kvenna. Sigþóra hljóp á 37:38,06 mínútum sem er hennar besti tími í greininni.

Sigþóra vann öruggan sigur en Íris Dóra Snorra­dótt­ir úr FH varð önn­ur á 40:13,50 mín­út­um og Fríða Rún Þórðardótt­ir úr ÍR varð þriðja á 41:01,51 mín­útu.

Íslandsmótið í 10.000 metra hlaupi fór fram á Kópavogsvelli í dag en þar fer einnig fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó