NTC

Sigrún Steinarsdóttir valin manneskja ársins 2022 af lesendum Kaffið.is

Sigrún Steinarsdóttir valin manneskja ársins 2022 af lesendum Kaffið.is

Lesendur Kaffið.is kusu Sigrúnu Steinarsdóttur sem manneskju ársins. Sigrún fékk 1224 atkvæði í kosningu Kaffið.is.

Sjá einnig: Tilnefningar til manneskju ársins 2022 á Kaffinu

Sigrún er umsjónarkona Matargjafa á Akureyri og vinnur þrekvirki árlega. Aldrei áður hafa jafn margir óskað eftir aðstoð fyrir jólin eins og í ár. 374 einstaklingar þáðu aðstoð þessi jól með mat og/eða bónus og nettókortum hjá Matargjöfum eða 121 fjölskylda.

Í öðru sæti voru fjölskylda og vinir Ágústar Guðmundssonar með 646 atkvæði. Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir voru í þriðja sæti með 612 atkvæði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó