NTC

Sigrún og Guðný fengu viðurkenningu fyrir verkefnið Orgelkrakkar

Sigrún og Guðný fengu viðurkenningu fyrir verkefnið Orgelkrakkar

Dagur tónlistarinnar var haldinn hátíðlegur í Hjallakirkju laugardaginn 29. apríl síðastliðinn. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir afhenti heiðursviðurkenningar í kirkjutónlist, en biskup hefur árlega afhent ámóta viðurkenningar.

Í ár voru það organistarnir Guðný Einarsdóttir organisti við Háteigskirkju í Reykjavík og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti við Akureyrarkirkju og Möðruvallakirkju sem fengu viðurkenningarnar fyrir verkefni sitt Orgelkrakkar, þar sem þær kynna börnum leyndardóma pípuorgelsins.

Í því verkefni smíða börnin orgel og prófa að leika á það.

Nánar má lesa um athöfnina á vef Þjóðkirkjunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó