Sigmundur Davíð vill að Trump og Pútín fundi á Akureyri

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi stakk upp á því á Facebook síðu sinni í dag að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlands forseti hittist á Akureyri.

„Ég veit að Pútín og Trump njóta ekki full­kom­lega al­mennr­ar hylli en þeir eru þrátt fyr­ir allt leiðtog­ar Banda­ríkj­anna og Rúss­lands. Færi ekki vel á því að þeir ræddu mál­in í góðu and­rúms­lofti í sam­vinnu- og norður­slóðabæn­um, Ak­ur­eyri?“ segir í færslu Sigmundar.

Þetta segir hann í kjölfar frétta af því að forsetarnir munu hittast í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í maí. Hann vill að Íslendingar bjóði Akureyri fram sem fundarstað. Hann segir að það gæti einnig aukið flæði ferðamanna til bæjarins.

„Það er hægt að fljúga beint á Ak­ur­eyri frá Moskvu og Washingt­on. Fyrst for­set­arn­ir og svo ferðamenn­irn­ir sem fylgja í kjöl­farið.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó