NTC

Sigmundur Davíð með meira fylgi en Framsókn, Viðreisn og Björt Framtíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Í nýrri könnun MMR mælist nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með 7,3 % fylgi. Mesta fylgið mælist hjá Vinstri Grænum 24,7%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist næst stærstur með 23,5% fylgi, 2% minna en í síðustu könnun MMR frá 4. september. Þá mælist Samfylkingin með 10,4% fylgi og Píratar 10,0%.

Sigmundur Davíð sagði sig úr Framsóknarflokknum fyrr í vikunni en athygli vekur að fyrirhugaður flokkur hans mælist með töluvert hærra fylgi en Framsóknarflokkurinn sjálfur.

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði milli mælinga. Kváðust 22,5% styðja ríkisstjórnina samanborið við 29,5% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins hefur lækkað úr 9,7% niður í 6,4%. Stjórnarflokkarnir Viðreisn og Björt Framtíð missa einnig fylgi. Viðreisn mælist nú með 4,9% niður úr 7,3% og Björt Framtíð með 2,5% niður úr 3,0%. Fylgi annarra flokka mældist 1,7% samanlagt.

Fyrirhugaður flokkur Sigmundar mælist því með meira fylgi en Framsókn, Viðreisn og Björt Framtíð.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó