Sigmundur Davíð hljóp upp kirkjutröppurnar í lakkskóm

Skjáskot úr myndbandinu.

Það vakti athygli um helgina þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, hljóp upp kirkjutröppurnar ásamt Hlyni Jóhannssyni, oddvita Miðflokksins á Akureyri. Hlynur var klæddur fyrir tilefnið en Sigmundur Davíð var hins vegar ekki eins vel undirbúinn fyrir hlaupið, klæddur í lakkskó. Samt sem áður fóru þeir létt með tröppurnar og komust á leiðarenda.

Sigmundur hefur verið duglegur í líkamsrækt upp á síðkastið en hann er búinn að missa 20 kg á 15 vikum með aðstoða einkaþjálfarans Baldurs Bogþórssonar, eins og hann sagði frá í tilkynningu á facebooksíðu sinni í síðustu viku.

Í viðtali á facebook eftir hlaupið segir Sigmundur:
„Hlynur útskýrði fyrir mér að það væri ekki nóg að vera léttur og sterkur. Ekki nóg að lyfta bara, heldur þyrfti maður þol líka. Stjórnmálamenn þurfa víst að hafa úthald.“

Hægt er að sjá myndböndin í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó