NTC

Siglufjarðarvegur talinn hættulegurMynd/Halldór Gunnar Hálfdansson

Siglufjarðarvegur talinn hættulegur

Líkt og Kaffið hefur fjallað um rigndi óhemjumikið á Tröllaskaganum í síðustu viku og er Siglufjarðarvegur mikið tjónaður. Samkvæmt Vegagerðinni er hann þó enn opinn fyrir umferð en fólk er beðið að fara með gát.

Bjarni Jónsson, for­maður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is og þing­manns Vinstri grænna, hefur boðað til upplýsingafundar næstkomandi mánudagsmorgun fyrir nefnd­ina, Vega­gerðina og sveit­ar­fé­lög­in Fjalla­byggð og Skaga­fjörð vegna Siglu­fjarðar­veg­ar í Al­menn­ing­um. Ástæðan er sú að það virðist hafa fallið undan veginum í Strákagöngum þar sem hola hefur myndast þar. Mbl.is sagði frá og hafði eftir Bjarna:

„Veg­ur­inn er ein­fald­lega hættu­leg­ur og staðan kall­ar á það að það verði brugðist eins öfl­ugt við og hægt er.“

Ljósmynd/Mbl.is (aðsend)
Sambíó

UMMÆLI