Framsókn

Siggi og Heimir gefa út plötu undir nafninu Offbít

Siggi og Heimir gefa út plötu undir nafninu Offbít

Tónlistarmennirnir og Akureyringarnir Sigurður Kristinn Sigtryggsson og Heimir Björnsson hafa gefið út plötuna Heimagerður Veruleiki undir nafninu Offbít.

Sjá einnig: Heimir og Siggi gefa út tónlist saman á ný: „Byrjuðum að gera saman tónlist um aldamótin“

„Við höfðum varla unnið saman í 12 ár þegar við byrjuðum á þessari plötu. Við ætluðum bara að hittast og tralla eitt kvöld en duttum strax í gamla gírinn. Plötuna unnum við svo áfram í skorpum í skammdeginu,“ segir Siggi.

Heimir Björnsson og Siggi tóku upp þráðinn og sömdu tónlist saman á nýjan leik árið 2021. Þeir byrjuðu fyrst að gera tónlist saman um aldamótin og hafa verið saman í hljómsveitum á borð við Skytturnar og Fræ. Árið 2021 gáfu þeir út tvö lög sem Offbít og nú er komin heil plata til viðbótar.

„Eftir að við sömdum fyrsta lagið var ljóst að Heimir var i rauninni að skrifa inngang, eins og hann væri á fyrsta kaflanum. Þannig að við héldum bara áfram. Orðin og lögin flæða úr Heimi og hlutverk mitt var bara að finna réttu stemminguna og passa að vera ekki fyrir. Stundum mætti hann með fullskrifaða texta sem þurfti bara að para réttu hljómana við, önnur lög eru skrifuð útfrá lítilli lúppu sem vatt síðan uppá sig. Ég þurfti alltaf að vera tilbúinn að taka upp því Heimir vinnur hratt og svo er hann farinn.“

Plötuna má hlusta á í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó