NTC

Síðustu sýningar á Bót og betrun um næstu helgi

Síðustu sýningar á Bót og betrun um næstu helgi

Síðustu sýningar á farsanum Bót og betrun í uppfærslu Leikfélags VMA verða um næstu helgi – föstudaginn 24. og laugardaginn 25. febrúar klukkan 20:00 í Gryfjunni í VMA.

Þessi bráðfjörugi farsi hefur verið sýndur þrjár síðustu helgar – samtals sex sýningar – og hefur fengið frábæra dóma áhorfenda, sem hafa skemmt sér konunglega. Vel er vandað til uppfærslunnar í hvívetna og því er enginn svikinn af því að bregða sér í leikhúsið og njóta stundarinnar. 

Hér má lesa gagnrýni Elsu Maríu Guðmundsdóttur um sýninguna.

Miðasala á þessar síðustu sýningar er hér á Tix.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó