Siðareglur fjölmiðla

Siðareglur fjölmiðla

Svavar Alfreð Jónsson skrifar:

Á hverjum einasta degi skella á okkur flóðbylgjur upplýsinga. Gagnamagnið er svo gífurlegt að við höfum enga möguleika á að meta eða gaumgæfa það sem við lesum, sjáum eða heyrum. Margt af því gerir okkur vísari, víkkar sjóndeildarhringinn og fær okkur til að sjá fyrirbæri og framvindu mála í nýju ljósi en í þessu flóðum er líka að finna falsfréttir, blekkjandi áróður og rangfærslur.

Hvert evrópskt ríki með snefil af sjálfsvirðingu þarf almannaútvarp. Þannig er það er orðað í nýlegri grein í breska blaðinu Economist – sem hefur þá yfirlýstu stefnu að styðja við frjálsan markað og frjáls viðskipti (og ég þakka Agli Helgasyni fyrir að benda mér á greinina á facebooksíðu sinni). Greinarhöfundur segir almannaútvarp sé ómissandi til að almenningur hafi aðgang að hlutlægri umfjöllun um hin ýmsu mál. Slík fjölmiðlun sé ein kjölfesta lýðræðisins og nauðsynlegt andvægi sívaxandi popúlisma og samfélagslegrar skautunar í álfunni.

Fjársterkir aðilar gerast líka aðsópsmiklir í fjölmiðlun samtímans og ég er ekki viss um að hvati þeirrar viðleitni sé alltaf lýðræðisást eða viljinn til að halda borgurunum vel upplýstum. Fjölmiðlar eru heldur ekki gróðavegir og líklegir til að svala gróðafíkn þeirra sem láta sér enga smáaura nægja. Ekki er langt síðan þær aðstæður sköpuðust hér á landi að upplýsingagjöf til almennings komst í hendur örfárra auðmanna. Þar með voru tök þeirra á þjóðfélagsumræðunni slík að þau gátu ógnað lýðræðinu. Í þannig aðstæðum er dýrmætt að eiga öflugan ríkisfjölmiðil sem er óháður sérhagsmunum en starfar í þágu borgaranna.

Almannaútvarp sem er sér meðvitað um þetta mikilvæga hlutverk sitt markar sér stefnu og setur sér reglur og viðmið til að það sé betur í stakk búið til að sinna því. Siða- og starfsreglur eru dýrmæt tæki til þess.

Breska ríkisútvarpið setur sér slíkar vinnureglur og lítur þannig á að „þær séu grunnur þeirrar ábyrgðar sem útvarpið ber gagnvart almenningi og eigi að tryggja að stofnunin sé fær um að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til hennar“ eins og segir í formála formanns stjórnar BBC að reglunum. Forstjóri BBC bendir á það í sínum aðfararorðum að þessi útgáfa reglanna sé sú sjöunda og aðlöguð að fjölmiðlaumhverfi sem hefur gjörbreyst á síðustu árum. Nú sé þar til dæmis að finna sérstakan kafla um samfélagsmiðla.

Í siðareglunum er fjallað um tjáningu starfsmanna BBC á opinberum vettvangi og persónulega hagsmuni þeirra (15.3.) Þar er sagt að með framferði sínu geti starfsmenn skaðað orðspor stofnunarinnar og vakið fólki efa um óhlutdrægni hennar og sjálfstæði (15.3.5) Minnt er á að mjög mikilvægt sé að fólk geti treyst fréttaflutningi BBC og umfjöllun fjölmiðilsins um málefni líðandi stundar og enginn vafi megi leika á heilindum og hlutleysi fréttamanna sem þar starfa. Síðan segir:

„For these reasons there are additional constraints on those involved in the production and presentation of BBC news and current affairs output.“ (15.3.9)

Í reglunum er opinber tjáning skoðana starfsmanna talin vera meðal þess sem getur skaðað hlutleysi, traust og orðspor BBC. Um það er fjallað nánar með þessum orðum:

„Where individuals identify themselves as being linked with the BBC, or are programme makers, editorial staff, reporters or presenters primarily associated with the BBC, their public expressions of opinion have the potential to compromise the BBC’s impartiality and to damage its reputation. This includes the use of social media and writing letters to the press. Opinions expressed on social media are put into the public domain, can be shared and are searchable…. The risk is greater where the public expressions of opinion overlap with the area of the individual’s work. The risk is lower where an individual is expressing views publicly on an unrelated area, for example, a sports or science presenter expressing views on politics or the arts.“ (15.3.13)

Breska ríkiútvarpið gefur einnig út ítarlegar leiðbeiningar til starfsmanna sinna um notkun á samfélagsmiðlum.

Þær eru svonar samandregnar:

„1. Always behave professionally, treating others with respect and courtesy at all times: follow the BBC’s Values.

2. Don’t bring the BBC into disrepute.

3. If your work requires you to maintain your impartiality, don’t express a personal opinion on matters of public policy, politics, or ‘controversial subjects’.**

4. Don’t criticise your colleagues in public. Respect the privacy of the workplace and the confidentiality of internal announcements.“

Í nánari útlistunum á ofangreindum reglum er feitletraður kafli svohljóðandi:

„Section 2 Rule 3 above requires that you do not express a personal opinion on matters of public policy, politics, or ‘controversial subjects’ if your work requires you to maintain your impartiality, ie. if you are working in news and current affairs (across all Divisions) and factual journalism production or senior management. Nothing should appear on your personal social media accounts that undermine the perception of the BBC’s integrity or impartiality.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó