Sex veitingastaðir í mathöll sem opnar í sumar

Sex veitingastaðir í mathöll sem opnar í sumar

Fyrsta mathöllin á Akureyri mun opna í byrjun næstkomandi sumars. Stefnt er að því að opna samtals sex veitingastaði í rými mathallarinnar á Glerártorgi þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar. HAF STUDIO sér um hönnunina á mathöllinni á Glerártorgi.

Mathöllin sjálf verður staðsett í norðaustur hluta Glerártorgs þar sem Vodafone og Kaffi Torg var áður og verður opin umfram almennan opnunartíma Glerártorgs og þurfa svangir og þyrstir gestir mathallarinnar því  ekki að hverfa frá svæðinu þegar að verslanir loka.

Kristján Ólafur Sigríðarson, rekstrarstjóri mathallarinnar segir á vef Glerártorgs að það sé lögu kominn tími á að opna mathöll á Akureyri. 

„Við stukkum á tækifærið þegar það gafst. Um leið og við fórum af stað með verkefnið spruttu upp hinar og þessar hugmyndir um veitingastaði í mathöllinni og við hlökkum til að sjá allar þær nýju hugmyndir sem koma til með að berast okkur nú þegar við erum formlega búin að boða komu okkar. Ég hvet alla áhugasama um að hafa samband við okkur.“

Hugsanlegir rekstraraðilar sem luma á girnilegum hugmyndum eru hvattir til þess að setja sig í samband við Kristján í gegnum netfangið kristjan@darko.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó