Fjöldi einstaklinga í einangrun á Akureyri er kominn upp í 33 og bætast sex einstaklingar við í einangrun frá tölum gærdagsins. Þetta er samkvæmt póstnúmeratöflu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Sjá einnig: Covid-19 smit í leikskólanum Hulduheimum
Samtals eru nú 58 virk smit í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 25 eru í póstnúmeri 600 á Akureyri og 8 í póstnúmeri 603. Á Ólafsfirði eru nú skráð 9 smit og fjölgar um eitt á milli daga.
132 eru í sóttkví á Akureyri af 174 sem eru í sóttkví á Norðurlandi eystra.
UMMÆLI