Í gær týndist sex ára drengur í miðbæ Akureyrar. Drengurinn sem að er einhverfur fór frá móður sinni á Ráðhústorgi um klukkan 16:00 í gær.
Lögreglan auglýsti eftir drengnum á Facebook síðu sinni. „Drengurinn er klæddur í gulan vindjakka, með marglitað (skræpótt) buff og í nýjum svörtum skóm. Þeir sem hafa séð til ferða drengsins eru beðnir um að hringja í 112,“ segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Stuttu eftir að færslan birtist uppfærði lögreglan færsluna með upplýsingum um að drengurinn væri fundinn. „Við þökkum kærlega fyrir hjálpina, hún skilaði sér, takk,“ segir í færslunni sem hefur verið deilt yfir 500 sinnum.
UMMÆLI