NTC

Sex Akureyringar með U20 til Nýja-Sjálands

Hafþór Andri Sigrúnarson er einn sex Akureyringa í U20 ára landsliði Íslands í íshokkí.

Hafþór Andri Sigrúnarson er einn sex Akureyringa í U20 ára landsliði Íslands í íshokkí.

Sex leikmenn úr Skautafélagi Akureyrar eru í íslenska landsliðshópnum skipuðum leikmönnum 20 ára og yngri sem fer til Nýja-Sjálands í næsta mánuði til keppni í heimsmeistarakeppni í íshokkí.

Þetta eru þeir Gunnar Aðalgeir Arason, Sigurður Þorsteinsson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Matthías Már Stefánsson, Heiðar Örn Kristveigarson og Axel Snær Orongan.

Magnus Blarand og Emil Alengard eru landsliðsþjálfar U20 ára landsliðsins. Mótið hefst 16.janúar næstkomandi en strákarnir halda utan þann 11.janúar.

Hópurinn í heild sinni

Markmenn: Arnar Hjaltested og Maksymilian Jan Mojzyszek.

Varnarmenn: Jón Árni Árnason, Gunnar Aðalgeir Arason, Sigurður Þorsteinsson, Vignir Arason, Hákon Orri Árnason, Jón Albert Helgason.

Sóknarmenn: Edmunds Induss, Elvar Ólafsson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Heiðar Örn Kristveigarson, Styrmir Steinn Maack, Kristján Albert Kristinsson, Matthías Már Stefánsson, Sölvi Freyr Atlason, Hjalti Jóhannsson, Axel Snær Orongan, Markús Darri Maack, Gabriel Camilo Gunnlaugsson Sarabia, Jón Andri Óskarsson.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó