Settu upp draugahús í kjallara Skjaldarvíkurhótelsins

Settu upp draugahús í kjallara Skjaldarvíkurhótelsins

Nemendur og starfsfólk Hlíðarskóla á Akureyri héldu upp á hrekkjavökuna í lok október með pompi og prakt. Starfsfólk skólans setti upp draugahús í kjallara Skjaldarvíkurhótelsins, þar sem nemendur gengu um við hrollvekjandi hljóðskrá sem Bjarki tónlistarkennari útbjó. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

„Sumum þótti nógu ógnvænlegt að fara inn í þetta stóra hús, sem stendur autt á skólalóðinni, en aðrir voru kokhraustir og sögðu að þeim hefði ekkert brugðið. Óhætt er að segja að draugahúsið hafi slegið í gegn, og allir skemmt sér vel – jafnt starfsfólk sem nemendur,“ segir í tilkynningu.

VG

UMMÆLI