Nú standa yfir i miðbænum á Akureyri framkvæmdir við að setja upp rampa við verslanir og veitingahús á Akureyri. Framkvæmdirnar eru hluti af átakinu Römpum upp Ísland. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins.
Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi . Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.
Alls verða 1500 rampar settir upp á Íslandi en Steindór Ívar Steindórsson hjá Umhverfis- og mannvirkjasviði Akureyrarbæjar segir í samtali við Vikublaðið að ramparnir verði á bilinu 40 til 50 á Akureyri.
„Flestir i miðbænum en eins við Glerárgötu, úti i þorpi og víðar. Einnig verður farið til Húsavíkur og rampað upp þar,“ sagði Steindór Ívar í Vikublaðinu.
UMMÆLI