Sérsveitin kölluð út til aðstoðar við handtöku

Sérsveitin kölluð út til aðstoðar við handtöku

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á þriðjudag til að aðstoða Lögregluna á Norðurlandi eystra við handtöku á tveimur einstaklingum. Einstaklingarnir eru grunaðir um ofbeldi, frelsissviptingu og fleira. Aðgerðin fór fram um fjögur leytið á þriðjudag í lundarhverfi.

Samkvæmt frétt DV um málið segir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, að rannsókn lögreglu sé enn á frumstigi og því geti lögreglan veitt takmarkaðar upplýsingar um málið.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó