Sérstök Covid-deild á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fleiri öndunarvélar á leiðinni

Sérstök Covid-deild á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fleiri öndunarvélar á leiðinni

Starfsfólk á Sjúkrahúsinu á Akureyri er vel undirbúið að taka á móti smituðum einstaklingum af kórónuveirunni að sögn forstöðuhjúkrunarfræðings á SAk. Rúv greinir frá.

Barnadeildin orðin covid-deild að hluta

Í síðustu viku lauk endurskipulagningu á starfsemi og húsnæði SAk til að takast á við faraldurinn en búið er að breyta helmingnum af barnadeildinni í Covid-smitsjúkdómadeild.  

Með þessum breytingum eru nú 10 rými tilbúin fyrir sjúklinga smitaða af covid-19. Sérstakt lækna- og hjúkrunarfræðingateymi auk sjúkraliði tilheyrir deildinni en nú þegar hefur verið tekið á móti 3-4 sem sóttu sjúkrahúsið vegna gruns um smit. Ekkert þeirra hefur verið staðfest með jákvætt smit.

Tvær nýjar öndunarvélar á leiðinni

Kristín Margrét Gylfadóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur Covid-deildarinnar, segir í samtali við Rúv að tvær öndunarvélar séu væntanlegar til Akureyrar til viðbótar við þær þrjár sem þegar eru til á sjúkrahúsinu. Þá séu einnig til svæfingavélar sem megi nota sem öndunarvélar. „Á þessarri deild hérna er gert ráð fyrir allt að tíu einstaklingum. Ásamt því að við séum búin að útbúa hluta af skurðlækningadeild sem taki á móti grunuðum og sýktum einstaklingum. Þannig að við ættum ekki að lenda í vandræðum plásslega séð,“ segir Kristín í samtali við Rúv.

VG

UMMÆLI

Sambíó