Mývetningurinn og rokkarinn Stefán Jakobsson, eða Stebbi Jak, söngvari hljómsveitarinnar Dimmu var gestur í Síðdegisþætti Loga Bergmanns og Sigga Gunnars á K100 í vikunni. Þar sagði hann þeim frá því þegar hann var nemandi í Verkmenntaskólanum á Akureyri og var sendur til skólastjórans vegna ritgerðar sem hann skrifaði í Félagsfræði áfanga.
„En ef við ætlum að tala um Akureyri þá skrifaði ég ritgerð í félagsfræði í Verkmennaskólanum um það hvað Akureyringar væru miklir „lúserar“,“ sagði Stebbi.
„Ég fékk tvo í mínus frá kennaranum og var sendur til skólastjórans. þetta var ekki í fyrsta skiptið og ekki eina skiptið. En rökin mín voru meðal annars þessi að í stjórnum nemendafélaganna í menntaskólanum og Verkmenntaskólanum sem var með stærri framhaldsskólum á Íslandi, var enginn Akureyringur. Það var enginn Akureyringur formaður eins einasta félags í hvorugum skóla og sama átti við um mjög margar nefndir í menningarmálum. Og til að toppa þetta allt saman var bæjarstjórinn Dalvíkingur.“
Stebbi segir þó að margt hafi breyst á Akureyri frá menntaskólaárum hans. Hann tekur þátt í undankeppni Eurovision í ár með hljómsveitinni Dimmu. Dimma stígur á svið í undankeppni Söngvakeppninnar annað kvöld með lag sitt Almyrkva.
Hlustaðu á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
UMMÆLI