Sendiherra Bretlands fjallar um Brexit í HA

Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi mun heimsækja HA og halda erindi í tenglsum við Brexit. Úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit) með þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016 hefur verið töluvert í umræðunni og áhrif úrsagnarinnar enn óljós. Það verður áhugavert að heyra hvað Michael Nevin hefur að segja um þetta mál og hvaða áhrif það mun hafa á Bretland og Evrópusambandið.

Michael Nevin var skipaður sendiherra Bretlands á Íslandi í september 2016 en starfaði fyrir það í Malaví frá 2012-2016. Hann hóf störf fyrir bresku utanríkisþjónustuna (e. Foreign & Commonwealth Office) árið 1993. Michael Nevin hefur einnig starfað í Nairobi, Lilongwe, Osaka, New York, Riyadh og í ýmsum deildum utanríkisþjónustunnar.

Erindið fer fram á ensku.

Hvar: Háskólinn á Akureyri, stofa M102
Hvenær: Föstudaginn 11. janúar kl. 12.30

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó