NTC

Seldi vinningsflug til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar

Ferðaskrifstofa Akureyrar efndi til leiks á Facebook þar sem vinningurinn var flug fyrir 2 til Berlín.

Ferðaskrifstofa Akureyrar efndi til leiks á Facebook þar sem vinningurinn var flug fyrir 2 til Berlín.

Þórhallur Jónsson ljósmyndari á Akureyri vann á dögunum flug fyrir tvo til Berlínar með ferðaskrifstofu Akureyrar. Þórhallur greindi hinsvegar frá því í Facebook færslu fyrr í kvöld að hann kæmist ekki í flugið.

Hann brá þá á það snilldar ráð að selja miðana til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar. Í færslunni segir hann að hann sé tilbúinn að selja báða miðana fyrir lágmark 50 þúsund krónur og allur ágóði muni renna óskert til Krabbameinsfélagsins.

Ferðaskrifstofa Akureyrar greindi síðan frá því stuttu seinna að miðarnir hafi selst og því munu að minnsta kosti 50 þúsund krónur renna til Krabbameinsfélags Akureyrar og tveir aðilar fá flug til Berlínar í staðinn.

 

14450003_1400874266641136_1306469398360047992_n

Sambíó

UMMÆLI