Bólusetningar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands fyrir einstaklinga sem fengu Janssen bóluefnið í fyrri skammt hefjast í næstu viku.
Af þeim sem eru fullbólusettir og greindust með kórónuveiruna í júlí voru 345 með bóluefni Janssen eða 53%. Þetta kom fram í svari embættis landlæknis við fyrirspurn mbl.is á dögunum.
Á meðal þeirra sem fengu Janssen í vor voru kennarar og starfsfólk skóla. Í dag hófst bólusetning með örvunarskammt af bóluefnunum frá Pfizer og Moderna fyrir þau á höfuðborgarsvæðinu.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands mun gefa út nánari upplýsingar um tímasetningar og fyrirkomulag á Norðurlandi seinnipartinn á morgun.
UMMÆLI