Seinkun á opnun Vaðlaheiðarganganna – Opna ekki 1. desember

Seinkun á opnun Vaðlaheiðarganganna – Opna ekki 1. desember

Stefnt var að því að taka Vaðlaheiðargöng í notkun 1. desember næstkomandi en nú hefur Valgeir Bergmann, framkvæmdarstjóri Vaðlaheiðarganganna, staðfest að opnuninni seinkar. Í gærkvöldi var klárað að malbika alla leið út úr göngunum eyjafjarðarmegin sem er ákveðinn áfangi en malbikuninni er þó ekki alveg lokið en ýmislegt á eftir að gera utan ganganna m.a.

Stefna þó að opna göngin í desember 
Malbikunin er búin að standa yfir síðustu daga en að sögn Valgeirs er 20 daga seinkun á malbikuninni. Frost hefur verið í jörðinni síðustu daga á Akureyri og því hefur verið beðið eftir frostlausum dögum til að malbika.

,,Malbikið er að koma 20 dögum seinna en það átti að vera. Það er allt á fullu og allir að gera sitt besta. Þetta er ekki alveg að ganga eftir okkar björtustu vonum. Eins og staðan er í dag, miðað við að malbikun er 20 dögum seinna, þá held ég að við getum slegið 1. desember af en við erum að vonast til þess að þetta verði samt í desember,“ sagði Valgeir í samtali við Útvarp Akureyri í morgun. Hér má hlusta á viðtalið við Valgeir Bergmann á Útvarp Akureyri í heild sinni í morgun.

Það hefur farið ýmist fram og til baka hvenær göngin verði tekin í notkun en upphaflega var áætlað að göngin yrðu tilbúin í lok árs 2016. Ýmsar ófyrirséðar tafir hafa orðið á verkinu og var því seinkað dagsetningunni fram á haust 2018 og nú síðast til 1. desember. Nú er unnið hörðum höndum að því að vinna upp tapaðan tíma og reyna að opna göngin áður en nýtt ár gengur í garð.

Tengdar fréttir: 

Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag – myndband

Vandræðaskáld semja stutt lag um Vaðlaheiðargöngin: „Það vilja allir fara inn í mig“

Mun kosta um 2000 krónur í Vaðlaheiðargöngin – 6000 krónur fyrir bíla sem eru þyngri en þrjú og hálft tonn

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó