Segja Vegagerðina mismuna íbúum um umferðaröryggi

Vegagerðin mun auka snjómokstur í Svarfaðardal á árinu. Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því en furðar sig í hverju aukningin er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum.

Þetta kom fram á fundi um­hverf­is­ráðsins í vikunni þar sem rætt var um boðaða aukna vetr­arþjón­ustu og hálku­varn­ir í Svarfaðar­dal.

„Það er með hrein­um ólík­ind­um að Vega­gerðin skuli leyfa sér að mis­muna íbú­um dal­anna um um­ferðarör­yggi eft­ir því hvar þeir búa. Það fer skóla­bíll í báða dal­ina alla virka daga og einnig sækja íbú­ar þar vinnu til Dal­vík­ur,“ seg­ir í fund­ar­gerð.

Fram kem­ur að í báðum döl­un­um séu ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki sem þurfi á góðri vetr­arþjón­ustu að halda. Í fundargerðinni segir enn fremur:

„Einnig má geta þess að á þeirri leið sem Vega­gerðin legg­ur til að auk­in þjón­usta verði, eru ein­ung­is tvö af tólf mjólk­ur­bú­um í döl­un­um og sæk­ir mjólk­ur­bíll­inn mjólk á þriðju­dög­um, fimmtu­dög­um og laug­ar­dög­um.

„Um­hverf­is­ráð ger­ir kröfu um að í fyr­ir­huguðu snjómokst­ursút­boði verði gert ráð fyr­ir sjö daga þjón­ustu í Svarfaðar­dal og Skíðadal og búið verði að moka áður en skóla­bíll­inn kem­ur kl. 07:30.

Um­hverf­is­ráð Dal­vík­ur­byggðar skor­ar á þing­menn kjör­dæm­is­ins, sam­gönguráðherra og vega­mála­stjóra að beita sér fyr­ir of­an­greind­um til­lög­um ráðsins.“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó