Segja sjúkraflug liggja niðri af mannavöldum

Sjúkraflug

Sjúkraflug

Beina þurfti sjúkraflugi frá Hornafirði til Akureyrar þar sem Reykjavíkurvöllur hefur verið ófær í allan dag dag. Um var að ræða forgangsflug en Flugmálafélag Íslands segir sjúkraflug liggja niðri af mannavöldum.

Flugmálafélag Íslands segir í ályktun sem send var á fjölmiðla í kvöld að staðan sem upp kom í dag sé grafalvarlega og við henni þurfi að bregðast strax.

Ályktun félagsins má sjá í heild hér að neðan:

Sjúkraflug liggur niðri af mannavöldum

Sú alvarlega staða er nú komin upp að Reykjavíkurflugvöllur hefur verið með öllu ófær frá því snemma í morgun. Engin sjúkraflugvél gat lent á vellinum þar sem búið er að loka þeirri flugbraut sem nýtist í stormi úr suðvestri og er í daglegu tali nefnd Neyðarbrautin. Brautin er þó enn á sínum stað og í góðu ástandi. Aðeins stjórnmálamenn standa í vegi fyrir lendingum á brautinni.

Stjórn Flugmálafélag Íslands man ekki eftir jafn alvarlegri stöðu í flugsamgöngum innanlands og komið hefur fram í dag. Ljóst er að varnaðarorð flugstjóra og sérfræðinga í flugmálum áttu við full rök að styðjast og að stjórnmálamenn hafa gert alvarleg mistök með því að loka Neyðarbrautinni.

Nú skiptir miklu máli að bregðast hratt við. Að opna Neyðarbrautina á ný kostar ríkissjóð ekkert og getur Alþingi tekið ákvörðun um það þegar í stað. Flugmálafélagið hvetur nýtt þing til þess að bregðast við tafarlaust áður en það verður um seinan og án þess að það hafi þá kostað mannslíf.

VG

UMMÆLI

Sambíó