Segja KA hafa áhuga á því að taka yfir allan handbolta á Akureyri

Segja KA hafa áhuga á því að taka yfir allan handbolta á Akureyri

Umræður um yfirtöku KA á öllum rekstri á handbolta á Akureyri eru komnar í gang, allavega á óformlegan hátt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun er spurt hvort að KA hafi hug á að ná samningum við Þór um að sjá um allan rekstur handboltans á Akureyri.

Morgunblaðið fékk í gær ábendingu um að KA hefði sent Þór erindi þess efnis. KA og Þór tefla fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild kvenna í handbolta en liðin hafa leikið hvort í sínu lagi í meistaraflokki karla frá árinu 2017 þegar KA sagði sig úr samstarfi um Akureyri Handboltafélag.

KA hefur leikið í úrvalsdeild karla undanfarin tvö tímabil en Þórsarar tryggðu sér sæti í deildinni nú í vetur. KA menn hafa verið duglegir að styrkja sig undanfarið en Ragnar Snær Njálsson, Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyjólfsson eru á meðal leikmanna sem hafa skrifað undir samning við liðið síðustu vikur.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu eða á mbl.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó