NTC

Segir hjáveituaðgerð hafa bjargað lífi sínu

Segir hjáveituaðgerð hafa bjargað lífi sínu

Akureyringurinn Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, fór í svokallaða mini-hjáveituaðgerð fyrir ári síðan. Hann segir í færslu á Instagram síðu sinni að aðgeriðin hafi bjargað lífi hans.

„Fyrir ári síðan tók ég bestu ákvörðun í heimi fyrir sjálfan mig og fór í mini-hjáveitu. Í byrjun árs 2023 var ég alveg kominn á botninn og langaði ekki að lifa lengur,“ skrifar Binni á Instagram.

„Ofþyngdin var virkilega farin að taka sinn toll af líkamlegri og andlegri heilsu og getu. Ég hef alltaf verið í ofþyngd síðan ég man eftir mér og prófað allskonar megrunarkúra. Ég hef meðal annars farið á meðferðamiðstöð fyrir matarfíkn og stanslausar ferðir til næringarfræðings síðan ég var barn, en án árangurs. Ég glímdi við eigin fordóma fyrir aðgerðum eins og þessum en ég vissi að þetta var orðið það eina í stöðunni – og ég sé alls ekki eftir því í dag. Margir horfa á svona aðgerðir sem “svindl” en ég horfi á þetta sem hjálpartæki,“ skrifar hann.

Hann segir það fylgi því mikil vinna að fara í slíka aðgerð. Hann hafi glímt við hármissi og stress ásamt því að þurfa að læra að borða upp á nýtt. Ferlið hafi tekið mikið á og hafi ekki verið auðvelt. Nú hefur hann tapað 70 kílóum og því fylgi mikill léttir og gleði.

„Foreldrar mínir og vinir áttu stóran þátt í því að þetta gat orðið að veruleika og ég er þeim ævinlega þakklátur. Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu og loksins elska ég sjálfan mig og lífið.“

Sambíó

UMMÆLI