NTC

Segir aðgerða þörf vegna svifryksmengunar á Akureyri

Segir aðgerða þörf vegna svifryksmengunar á Akureyri

Yvonne Höller, prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að svifryksmengun á Akureyri ógni heilsu íbúa í bænum og að aðgerða sé þörf. Hún segir að bæjaryfirvöld líti mengunina ekki nógu alvarlegum augum. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Yvonne bendir á að rannsóknir í erlendum borgum, þar sem viðlíka loftmengun mælist og á Akureyri á verstu dögum, sýni að svifryk geti valdið alvarlegum heilsukvillum.

„Það er hærri tíðni af lungnakrabbameini í þessum bæjum. Það er hærri tíðni af astma meðal barna og svo framvegis. Þú getur meira að segja séð á degi eins og í dag, að fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala eykst“, segir Yvonne Höller, við fréttastofu RÚV.

Nánari umfjöllun um málið má finna á vef RÚV.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó