Gæludýr.is

Segir að Þór og KA verði ekki sameinuð á meðan hann er á lífi

Segir að Þór og KA verði ekki sameinuð á meðan hann er á lífi

Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, segir að knattspyrnufélög Þórs og KA verði ekki sameinuð í bráð; ekki á meðan hann er á lífi alla vega. Þetta kemur fram á vef Fótbolta.net.

Óðinn var gestur í útvarpsþætti Fótbolta.net þar sem hann ræddi meðal annars um sameiningu íþróttafélaga á Akureyri. Óðinn sagðist langt frá því að vera hlynntur sameiningu Þór og KA.

Sjá einnig: Fullt tilefni til þess að ræða sameiningu íþróttafélaga á Akureyri

„Ég heyrði einhverja umræðu um daginn um sameiningu íþróttafélaga á Akureyri, en mér skilst að það hafi verið misskilin umræða.Það er einhver stefna hjá bænum að fækka íþróttafélögum, en Þór og KA verða ekki sameinuð á meðan ég er á lífi,“ sagði Óðinn í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net sem skellti sér í ferð til Norðurlands.

Viðtalið við Óðinn Svan má nálgast í heild sinni á vef Fótbolta.net með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó