NTC

Sannkölluð nýsköpunarstemning á Strikinu 

Sannkölluð nýsköpunarstemning á Strikinu 

Frábær stemning myndaðist á kynningarviðburði Gulleggsins sem haldinn var í veislusalnum á Strikinu á Akureyri fyrr í mánuðinum en viðburðurinn var hluti af hringferð KLAK – Icelandic Startups um landið til að kynna starfsemi þeirra og þau tækifæri sem eru í boði fyrir frumkvöðla. 

Freyr Friðfinnsson og Jenna Björk Guðmundsdóttir verkefnastjórar hjá KLAK sögðu frá starfsemi fyrirtækisins og sérstaklega Gullegginu en það er stærsta frumkvöðlakeppni landsins sem fram fer í febrúar ár hvert. Fulltrúar frá Hugverkastofu, Rannís og Orkusölunni voru einnig með erindi um starfsemi sína og stuðning við nýsköpun en þessi fyrirtæki eru meðal þeirra sem styðja við Gulleggið 2025. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir frumkvöðull og framkvæmdastjóri hjá DRIFT EA hélt svo hvetjandi erindi um þátttöku sína í viðskiptahraðli hjá KLAK. 

„Það var ótrúlega gaman að finna áhugann á nýsköpun víða um landið og ekki síst á Akureyri, þar sem frumkvöðlar, hagsmunaaðilar og fleiri úr nýsköpunarumhverfinu komu saman á Strikinu. Orkan var áþreifanleg og það eru einmitt svona samkomur sem skapa virði og styrkja samfélag frumkvöðla um allt land“ segir Jenna Björk, verkefnastjóri Gulleggsins. 

Myndir: Aníta Eldjárn

VG

UMMÆLI

Sambíó