Sandra Stephany Mayor leikmaður ársins í Pepsi deild kvenna

Sandra Stephany Mayor var frábær í sumar

Þór/KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri á FH í dag. Sandra María Jessen og Sandra Stephany Mayor skoruðu mörk liðsins.

Lið Þór/KA hefur verið frábært í sumar og verið á toppi deildarinnar frá 1. umferð. Sandra Stephany Mayor hefur verið fremst á meðal jafningja en hún hefur verið óstöðvandi í sumar. Sandra hefur skorað 20 mörk í 17 leikjum í sumar ásamt því að hafa lagt upp 8 mörk. Þá skoraði hún 4 mörk í 2 leikjum í bikarkeppni.

Eftir leikinn í dag var hún valin besti leikmaður mótsins og fékk afhend verðlaun frá Guðna Bergssyni formanni Knattspyrnusambands Íslands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó