Þór/KA heimsótti Keflavík í gær í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu. Sandra Stephany Mayor tryggði Þór/KA 2-1 sigur með tveimur mörkum.
Fyrra mark hennar kom úr vítaspyrnu eftir 12 mínútur. Keflvíkingar jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks tryggði Mayor Þór/KA sigurinn með góðu marki.
Þór/KA er nú í fjórða sæti deildarinnar með níu stig eftir fyrstu fimm leikina.
UMMÆLI