Sandra María til Tékklands á láni

Mynd: Þórsport

Sandra María Jessen fyrirliði Íslandsmeistara Þór/KA mun leika sem lánsmaður hjá tékkneska liðinu Slavia Prag til loka apríl. Sandra mun svo taka slaginn með Þór/KA í Pepsi deildinni næsta sumar þegar lánstíma hennar lýkur. 

Er þetta í annað sinn sem Sandra María freistar gæfunnar með erlendum stórliðum en í ársbyrjun 2016 samdi Sandra við Bayer Leverkusen og lék með þýska stórliðinu fram að byrjun Íslandsmóts.

Sandra segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að hún gengi til liðs við Slavia Prag. Í samtali við heimasíðu Þórs segir hún að aðdáandi liðsins hafi séð hana spila með Þór/KA síðastliðið sumar og eftir það hafi boltinn farið að rúlla. Hún segist vona að hún nýti sér þessa reynslu til þess að taka næsta skref á ferli sínum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó