Gæludýr.is

Sandra María stefnir á endurkomu í byrjun júní

Sandra María missir af sjö fyrstu leikjum Þórs/KA.

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen meiddist illa í leik Íslands og Noregs á Algarve æfingamótinu á dögunum.

Sjá einnig: Sandra María meidd af velli í Portúgal – myndband

Sandra er komin til landsins og fékk niðurstöður úr myndatökum við heimkomu. Hún segir niðurstöðuna jákvæða þrátt fyrir að vera með slitið aftara krossband og slæmt beinmar. Munar miklu um að engar skemmdir eru á liðböndum eða liðþófa eins og óttast var í fyrstu.

Nú taka við sex vikur á hækjum hjá Söndru en hún er staðráðin í að ná sér góðri á þremur mánuðum og ætlar sér að reima á sig takkaskóna í byrjun júní.

Pepsi-deild kvenna hefst 27.apríl næstkomandi og er ljóst að Sandra mun missa af fyrstu sjö leikjum Þór/KA í deildinni.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó