Sandra María og Arna Sif í landsliðshópnumMyndir: fotbolti.net

Sandra María og Arna Sif í landsliðshópnum

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen er í landsliðshópnum sem Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti í morgun fyrir tvo leiki í fyrri hluta apríl. Sandra María var í A-landsliðshópi landsliðshópi leikmanna sem spila á Íslandi, en sá hópur kom saman til æfinga í nóvember. Hún var hins vegar ekki valin í landsliðið sem tók þátt í Pinatar Cup í febrúar.

Sandra María er sú eina úr Þór/KA í hópnum að þessu sinni en Akureyringurinn Arna Sif Ásgrímsdóttir er einnig í hópnum. Arna spilar núna fyrir Val í Reykjavík en hún er uppalin í Þór/KA og hefur til að mynda orðið Íslandsmeistari með liðinu. Hún spilaði síðast fyrir Þór/KA sumarið 2021 og var þá valin besti leikmaður liðsins.

Sandra María hefur spilað 31 landsleik og skorað sex mörk fyrir landsliðið en hún spilaði síðast fyrir Ísland gegn Úkraínu á Pinatar Cup í mars 2020. Arna Sif var í hópnum á Pinatar Cup í febrúar á þessu ári þar sem hún spilaði gegn Fillipseyjum og Skotlandi, það voru fyrstu landsleikir Örnu síðan árið 2017. Hún á samtals að baki 14 landsleiki og hefur skorað 1 mark.

Ísland mætir Nýja-Sjálandi í æfingaleik sem fram fer á föstudaginn langa, 7. apríl, í Antalya Tyrklandi og svo Sviss, einnig í æfingaleik, í Zürich þriðjudaginn 11. apríl. Ísland er í 14. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fer upp um tvö sæti eftir tvo sigra og jafntefli á Pinatar Cup í febrúar.

Hér má sjá hópinn á vef KSÍ.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó