NTC

Sandra María meidd af velli í Portúgal – Myndband

Sandra María Jessen

Nú stendur yfir leikur kvennalandsliða Íslands og Noregs í Algarve æfingamótinu í fótbolta sem fram fer í Portúgal.

Sandra María Jessen er eini fulltrúi Þór/KA í landsliðshópnum að þessu sinni og var hún í byrjunarliðinu ásamt Akureyringnum Örnu Sif Ásgrímsdóttur.

Sandra María þurfti að yfirgefa eftir aðeins 25 mínútna leik eftir að hafa lent í samstuði við Ingvild Isaksen.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.

Sambíó

UMMÆLI